Hadríanus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Publius Aelius Traianus Hadrianus (24. janúar 76 – 10. júlí 138) var keisari Rómaveldis frá 117 til 138 af aelísku ættinni. Hann var sá þriðji af góðu keisurunum fimm. Hann var fjarskyldur ættingi Trajanusar sem ættleiddi hann sem erfingja sinn á dánarbeðinu. Hann barði niður aðra gyðingauppreisnina 135 sem leiddi til herferðar gegn gyðingdómi; gyðingum var bannað að fara inn í Jerúsalem og Júdea var endurskírð Syria Palaestina. Í valdatíð hans ríkti þó friður að mestu leyti og hann einbeitti sér að því að styrkja innviði ríkisins með opinberum framkvæmdum og varnarvirkjum eins og Hadríanusarmúrnum í norðurhluta Bretlands.
Fyrirrennari: Trajanus |
|
Eftirmaður: Antónínus Píus |