Hamborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hamborg (þýska: Hamburg , lágþýska: Hamborg) er önnur stærsta borg Þýskalands og aðalhafnarborg landsins. Hún stendur á bökkum Saxelfar þar sem hún mætir ánum Alster og Bille. Íbúar eru um 2,3 milljónir. Formlega er borgin sérstakt sambandsland á landamærum Holsetalands og Neðra-Saxlands. Borgin rekur uppruna sinn til Karlamagnúsar sem lét reisa hringborg á þessum stað til varnar gegn hinum heiðnu Dönum og Vindum árið 808. Árið 834 var biskupsstóll stofnaður í borginni og fyrsti biskupinn Ansgar (Ásgeir) varð biskup allra Norðurlanda, eftir að hafa stundað trúboð í Saxlandi, Danmörku og Svíþjóð. Árið 1241 gerði borgin verslunarbandalag við Lýbiku sem merkir upphaf Hansasambandsins.
Hamborgarkaupmenn áttu mikil viðskipti við Ísland á 15. og 16. öld, eða þar til Danakonungur kom á einokunarverslun 1602.