Hebreska biblían
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hebreska biblían er það heiti sem Gyðingar nota á stundum um þau rit sem kristnir nefna Gamla testamentið og eru sameiginleg helgirit kristinna og Gyðinga. Nafnið og hugtakið "Gamla testamentið" er einungis notað í kristni. Hebreska biblían er torah (lögmálið), ritin og spámennirnir. Torah eða lögmálið eru Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og að lokum spámannaritin.