Hilary Duff
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hilary Erhard Duff (f. 28. september 1987 í Houston í Texas) er bandarísk leik og söngkona. Hilary ákvað að fara í leiklist eftir að mamma hennar og og systir hennar Haylie Duff hvöttu hana til þess. Haylie er einnig leikkona. Hilary og Lindsay Lohan eru báðar vinsælar Disney stjörnur á framabraut. Það sem gerði hana Hilary virkilega fræga var þegar hún lék í þáttunum um Lizzie McGuire en þeir voru voða vinsælir á meðal yngri áhorfenda. Alla tíð hefur systir hennar Haylie Duff verið fyrirmynd hennar. Eins og aðrar stjörnur t.d. Lindsay Lohan, Paris Hilton og Keira Knightley er hún ógurlega grönn sem kemur ekki á óvart enda flestar ungar leikkonur það. Árið 2003 lék hún eitt af 12 börnum í myndinni Cheaper by the Dozen þar sem enginn annar en Steve Martin fór með aðalhlutverkið. Hún hefur einnig leikið í myndunum Raise your voice, Cheaper by the Dozen 2, Material girls, Agent Cody Banks og The Lizzie McGuire movie. Fyrsta kvikmynd sem Hilary lék í var True Woman þar sem engin önnur en Angelina Jolie fór með stórt hlutverk. Hilary var aðeins tíu ára gömul þá. Hilary leikur mjög mikið af aukahlutverkum í sjónvarpsþáttum m.a. George Lopez og Fraiser. Þegar hún kom fyrst fram í sjónvarpi sjö ára en þrem árum seinna byrjaði hún að leika í kvikmyndum. Í nokkurn tíma hefur hún átt sína eigin fatalínu sem fékk nafnið Stuff by Duff ef þér langar í föt eftir hana þá seljast þau í Target búðum.