Hjálmar (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hulduhljómsveitin Hjálmar var stofnuð árið 2004 í Keflavík og spilar reggítónlist með íslensku yfirbragði. Hún hefur sent frá sér tvær breiðskífur. Þegar unnið var að fyrri breiðskífunni var hún skipuð þeim Þorsteini Einarssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Petter Winnberg og Sigurði Halldóri Guðmundssyni. Þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sveitarinnar höfðu orðið nokkrar mannabreytingar. Svíarnir Nils Olof Törnqvist og Mikael Svensson höfðu gengið til liðs við sveitina en Kristinn Snær Agnarsson hætti. Í ágúst 2006 var tilkynnt að hljómsveitin hefði hætt samstarfi.[1]
Þeirra fyrsta plata, Hljóðlega af stað var tekin upp í Geimsteini, en hún vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 sem besta rokkplata ársins.
Önnur plata sveitarinnar, Hjálmar, var hljóðrituð í félagsheimilinu á Flúðum dagana 15. til 19. ágúst 2005.
[breyta] Útgefin verk
[breyta] Ítarefni
[breyta] Heimildir
- ↑ Mbl.is - Hjálmar hættir. Skoðað 28. ágúst, 2006.