Hreifadýr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hreifadýr |
|||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ungur loðselur
|
|||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|||||||||||
|
Hreifadýr (fræðiheiti: Pinnipedia) eru undirættbálkur stórra sjávarspendýra. Undirættbálkurinn skiptist í þrjár ættir: rostungaætt, ætt eyrnasela og ætt eiginlegra sela. Þeir einkennast af því að í stað fóta eru þessi dýr með sundfit (hreifa) sem eru hluti af aðlögun þeirra að lífi í vatni. Öll hreifadýr eru rándýr og lifa á fiski, skelfiski, smokkfiski og öðrum sjávardýrum.