Insúlín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Insúlín er hormón sem myndast í langerhanseyjum briskirtilsins. Aðalhlutverk þess er að halda blóðsykurmagni í skefjum. Einnig örvar það myndun prótína í lifur og vöðvum, auðveldar upptöku glúkósa og amínósýra í frumum og margt fleira. Sykursýki stafar vegna vöntunar á insúlíni eða vandamáli með nýtingu þess.