Jón Halldórsson (biskup)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Halldórsson ( – 1339) var biskup í Skálholti frá 1322. Hann fæddist í Noregi, var munkur af reglu dóminíkana og lærði á vegum þeirra bæði guðfræði í París og kirkjurétt í Bologna á Ítalíu. Hann kom á ýmsum mikilvægum umbótum í kirkjurétti hér á landi, en var einkum minnst sem predikara og sagnamanns. Til er safn af sögum sem hafðar eru eftir honum sem margar hverjar sverja sig í ætt við skemmtisögur golíarða frá Suður-Evrópu eins og finna má í verkum Francesco Petrarca og Giovanni Boccaccio.
Fyrirrennari: Grímur Skútuson |
|
Eftirmaður: Jón Indriðason |