Jakobínarína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð í lok árs 2004 af félögunum Gunnari Ragnarssyni, sem syngur, Hallberg Daða Hallbergssyni, sem spilar á gítar, Ágústi Fannari Ásgeirssyni, sem spilaði á gítar en leikur nú á hljómborð, Sigurði Möller Sívertsen, sem leikur á trommur og Björgvini Inga Péturssyni sem plokkar bassann. Þeir spiluðu á nokkrum tónleikum og tóku svo þátt í Músíktilraunum 2005 þar sem þeir unnu. Eftir Músiktilraunir bættist einn í hópinn, Heimir Gestur Valdimarsson. Hann var áður í hljómsveitinni Lödu Sport og spilaði á gítar. Frægasta lagið þeirra var I've got a date with my television. Þeir hafa nú gefið út smáskífu með þremur lögum, His lyrics are disastrous, I'm a villain og Nice guys don't play good music. Jakobínarína hefur notið mikillar hylli og hefur spilað á tveimur seinustu Airwaves hátíðum og tólistarhátíðinni South by Southwest í Texas við miklar undirtektir. Standa nú yfir upptökur á plötu þeirra sem áætlað er að komi út snemma árs 2007.