John Dolmayan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Dolmayan (fæddur 15. júlí 1973 í Líbanon) er trommuleikari bandarísku hljómsveitarinnar System of a Down. Dolmayan bjó í Líbanon til 5 ára aldurs þegar fjölskyldan ákvað að flytja vegna borgarastríðsins þar í landi.
[breyta] Ævisaga
Nótt eina lá Dolmayan andvaka og hræddur í rúmi sínu í Líbanon svo hann ákvað að krjúpa upp í rúm til foreldra sinna. Stuttu seinna var byssukúlu skotið inn í herbergi hans og hæfði hún rúmið hans þar sem hann hafði legið. Þá um nóttina fengu foreldrar hans nóg og ákváðu að flytja og settust að í Toronto í Kanada.
Faðir Johns er saxófónleikari en byrjaði feril sinn sem trommuleikari. John sjálfur hefur enga kennslu í trommuleik hlotið heldur spilaði hann með tónlist sem hann lék af geisladiskum og plötum. Dolmayan tók við trommuleik í System of a Down þegar Andy Khachaturian hætti. Nú þegar meðlimir System of a Down ætla að halda hver sína leið í bili mun John selja teiknimyndasögur á netinu undir nafninu Torpedocomics.