Kirkjubólshreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjubólshreppur var sveitarfélag við sunnanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum. Það var sameinað Hólmavíkurhreppi hinn 9. júní 2002 með tilskipun frá félagsmálaráðuneytinu og er ekki sjálfstætt lengur. Íbúatalan var þá komin niður fyrir 50 íbúa. Kirkjubólshreppur gekk um aldir undir nafninu Tungusveit og er það enn notað um svæðið.