Kristján 7.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
||||
![]() |
||||
|
||||
Ríkisár | 1766-1808
|
|||
Fædd(ur) | 29. janúar, 1749 | |||
Dáin(n) | 13. mars, 1808 | |||
Rendsburg | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Friðrik 5. Danakonungur | |||
Móðir | Lovísa af Stóra-Bretlandi | |||
Drottning | Karólína Matthildur af Wales | |||
Börn | Friðrik Lovísa Ágústa |
Kristján VII (29. janúar 1749 - 13. mars 1808) var konungur Dansk-norska ríkisins. Hann var sonur Friðriks V og Lovísu af Stóra-Bretlandi. Hann tók við völdum, varla orðinn 17. ára, þann 14. janúar 1766. Hann giftist barnungri frænku sinni, Karólínu Matthildi af Stóra-Bretlandi þann 8. nóvember sama ár. Hún var þá aðeins 15. ára. Tveimur árum seinna, eða 1768, eignaðist hún sitt eina barn, sem síðar varð Friðrik VI.
Það var strax ljóst að Kristján gekk ekki heill til skógar, og talið er að hann hafi verið geðklofi og kom það sérstaklega fram upp úr tvítugsaldri. Kristján stundaði krárnar í Kaupmannahöfn ásamt vændiskonunni Anna Cathrine Benthagen og hafði lítinn áhuga á stjórn ríkisins. Á árunum 1770-1772 lá valdið í raun hjá líflækni hans, J.F. Struensee. Fram til 1784 voru völdin í höndum ráðgjafa en þá tók Friðrik krónprins við, sonur Kristjáns, sá sem síðar varð Friðrik VI.
Fyrirrennari: Friðrik 5. |
|
Eftirmaður: Friðrik 6. |