Laugalækjarskóli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugalækjarskóli er einsetinn skóli í Reykjavík sem starfar eingöngu á unglingastigi. Nemendur eru um það bil 280 og starfsmenn um 45. Skólastjóri er Auður Stefánsdóttir.
Hlutverk grunnskólans er í samvinnu við heimilin að ,,búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun". (Lög um grunnskóla frá 1995, 2.gr) Jafnframt segir í 2. gr. laganna að skólanum beri að temja nemendum umburðarlyndi og lýðræðislegt samstarf, víðsýni og skilning á samferðamönnum og umhverfi, að skólinn skuli haga störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir nemenda og þjálfa þá í samstarfi við aðra.
Laugalækjarskóli hefur eins og aðrir grunnskólar Reykjavíkur leitast við að sveigja starfsþætti sína enn frekar í átt til einstaklingsmiðaðra náms og aukinnar samvinnu nemenda. Í því verkefni skiptir nýting tölvutækninnar miklu máli. Þróa þarf aðferðir og tæki til að hafa yfirlit yfir framfarir nemenda og stöðu þeirra í náminu. Efling sjálfmyndar nemenda og félagsfærni hefur einnig verið í brennidepli.