Lesblinda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lesblinda (einnig kölluð dyslexía eða lestrarörðugleikar) er erfiðleikar með rituð orð, bæði í lestri og stafsetningu.
Talið er að orsakir lesblindu séu frávik í afmarkaðri heilastarfsemi. Lesblinda tengist þó ekki greind og er ekki sjúkdómur. Rannsóknir sýna að þegar lesblindir vinna úr upplýsingum nota þeir annan hluta heilans en þeir sem eru ekki lesblindir.
Lesblinda lýsir sér sem erfiðleikar við lestur, stafsetningu, stærðfræði o.fl.
[breyta] Einkenni
Einkenni lesblindu eru misjöfn eftir einstaklingum og aldri. Hér að neðan eru nefnd nokkur algeng einkenni. Þau eiga ekki við um alla lesblinda einstaklinga og sumir geta haft einkenni sem ekki eru nefnd hér.
Lestur
- sundurslitinn og hikandi raddlestur þegar lesið er upphátt
- orð, orðahlutar eða jafnvel setningar eru endurteknin eða farið framhjá þeim
- orð lesin vitlaust
- hægur lestur
- slakur lesskilningur og lesminni
- einbeitir sér of mikið eða of lítið á smáatriði
- á erfitt með að gera útdrátt úr löngum textum
- reynir að forðast lestur, sérstaklega það að lesa upphátt
- getur haft nokkuð takmarkaðan orðaforða
- getur átt erfitt með að læra erlend tungumál
- á erfitt með að muna nöfn
Stafsetning
- óvenjuslæm stafsetning og sömu villur endurteknar oft eða sama orðið jafnvel skrifað á mismunandi hátt í sama texta.
- sleppir orðum eða orðahlutum
- forðast að skrifa
Önnur einkenni
- á erfitt með að skipuleggja sig
- á erfitt með að greina á milli hægri og vinstri
- á erfitt með að læra stærðfræði