Spjall:Listi yfir ríkisstjórnir Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég held að síðasta breyting sem gerð var á þessari grein sé algjörlega röng. Ég ætla þó ekki að afturkalla breytinguna fyrr en að betur athuguðu máli. En þó er alveg víst að Bjarni Benediktsson sat ekki sem forsætisráðherra til 10. október 1970. Hér þarf eitthvað að laga. --Mói 20. júní 2006 kl. 07:24 (UTC)
- Samkvæmt Morgunblaðinu 11. júlí 1970 tók Jóhann Hafstein við embætti forsætisráðherra daginn áður, þann 10. júlí 1970, strax eftir að fréttir bárust af brunanum á Þingvöllum þá um nóttina. --Mói 20. júní 2006 kl. 07:39 (UTC)
-
- Ég var að hraðskoða Mbl. þann 1., 2. og 3. október 1970 og get ekki séð að nokkur breyting hafi þá orðið á ráðuneyti Jóhanns Hafstein. Varla hefði blaðið farið að halda leynd yfir slíku? Það er því spurningin, hvort að seinni ríkisstjórn Jóhanns Hafstein sé ekki röng? Þetta þorfa fróðir menn að skoða vel. --Mói 20. júní 2006 kl. 07:52 (UTC)
Mói Rétt er það að Bjarni sat ekki sem forsætisráðherra eftir andlátið, ekki frekar en Jón Magnússon, hinsvegar hefur verið almennt talað um að Jón Þorláksson sem arftaka Jóns Magnússonar 1927, þó Magnús Guðmundsson hafi verið starfandi forsætisráðherra. Jóhann Hafstein myndaði sitt fyrsta ráðuneyti 10. október 1970, breytingin fólst í því að Auður Auðuns varð fyrsta konan til að takast á hendur ráðherraembætti, tók hún við ráðuneyti úr hendi Jóhanns.
Eins var ekki talað um ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar árið 1961, þetta var ráðuneyti Ólafs Thors þó Bjarni hafi leyst Ólaf af hólmi og Jóhann leyst Bjarna. Það er spurning hvaða vettvangur sé bestur til að koma svona smá atriðum á framfæri, smáatriðum sem ekki er alltaf gefinn góður gaumur. Bergsson 21. júní 2006 kl. 05:08 (UTC)
- Sæll Arnljótur Bjarki Bergsson! Allt má þetta vera rétt hjá þér. Ég hélt nú samt að þú hefðir verið að gera mistök þegar þú breyttir þessu, svo að ég breytti því til baka og datt satt að segja ekki í hug að þetta væri viljandi breyting. En burtséð frá því, þá finnst mér persónulega miklu raunhæfara að kenna ríkisstjórn við forsætisráðherrann hverju sinni heldur en endilega við þann sem myndaði hana á sínum tíma. Ef sú regla ætti að gilda, þá væri núverandi stjórn kennd við Halldór Ásgrímsson en ekki Geir Haarde, því að það var Halldór sem myndaði hana að öllu leyti áður en hann hætti. Geir fékk bara náðarsamlegast að samþykkja breytingar Halldórs. Þrátt fyrir það finnst mér að kenna eigi þessa ríkisstjórn við Geir, því að hann ber alla ábyrgð á öllum hennar gerðum, en Halldór enga. --Mói 21. júní 2006 kl. 07:41 (UTC)