Spjall:Mastur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reiði er ekki bara mastur, reiði er skv orðabók: (k) 1. siglutré með seglabúnaði; / En samkvæmt Lúðviki Kristjánssyni: Bönd þau, sem mastur var fest með, kölluðust einu nafni reiði, tréreiði eða reiðabönd. (LKrÍslsjáv 2). Þetta þarf að skilgreina betur. Og hvernig er það - þarf að taka það fram að mastur sé mannvirki??? Er gert ráð fyrir að lífverur frá öðrum hnöttum lesi þetta?
Möstur skipa eru líka:
aftursigla: (kv) afturmastur.
framsigla: (kv) fremsti (framra) siglutré.
messan: () sbr.: Litli messaninn afturá er líka uppi og slengir sinni bómu. (JÁrnVeturnóttak).
messansigla: () messanmastur: aftasta sigla á seglskipi með fleiri en tvær siglur.
stórsigla: (kv) önnur sigla að farman á (þrímöstruðu) seglskipi; frammastur á kútter.
og sjálfsagt fleiri.
Möstur eru einnig nefnd öðru nafni:
sigla: (kv) siglutré, mastur;
siglutré: (h) sigla, mastur.
viða: (kv) 3. + sigla, siglutré.
vöndur: (k) 2. + sigla, siglutré.
Sagnir tengdar þessu eru:
tréfella: (s) fella siglutré. trélægja: (s) tréfella.
- Lítið mál að breyta því. Ég hélt alltaf að reiði væri sjálft mastrið en ekki seglbúnaðurinn, sbr. rá og reiði. Hins vegar er vísunin þarna í mannvirki væntanlega til að aðgreina frá náttúrulegum fyrirbærum, ekki þeim ótal mörgu fyrirbærum sem geimverur hafa skilið eftir sig á jörðinni :) --Akigka 13:20, 15 mars 2007 (UTC)
En ég held að allir geri ráð fyrir því að mastur sé mannvirki. Þetta er einsog að segja að steik sé matur búinn til og matreiddur fyrir menn. Það er að segja ef gerast kynni að gáfaður hundur myndi lauma sér inn á wikipediu. Þetta er auðvitað sagt í gríni, en mér finnst þetta samt einum of. En lengi lifi Wikipedia og ólíkar skoðanir.
Ég gleymi alltaf að skrá mig inn. Hakarl 13:31, 15 mars 2007 (UTC)