Miðherji (körfuknattleikur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikstöður í körfuknattleik | |
Leikstjórnandi | |
Skotbakvörður | |
Lítill framherji | |
Kraftframherji | |
Miðherji |
Miðherji (center) er ein af fimm grundvallarstöðum í körfuknattleik eins og við þekkjum hann í dag. Miðherjar eru oftast hæstu og þyngstu leikmenn hvers liðs þó að mikilvægt sé að þeir hafi góðan stökkkraft. Miðherjinn er sá leikmaður í hverju liði sem spilar næst körfunni, en hlutverk hans felst aðallega í því að taka fráköst og sniðskot (lay-up) þegar lið hans er í sókn og að gæta þess að knötturinn komist ekki framhjá honum og ofan í körfuna í vörn. Einn af stórum kostum í fari góðs miðherja er að geta snúið sér fljótt að körfunni eftir sendingu og skorað úr sniðskoti.
Meðal þekktustu miðherja heims í dag má nefna Yao Ming og Shaquille O'Neal. Fyrri tíma miðherjar eru m.a. Bill Russell, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Dave Cowens, David Robinson, Arvydas Sabonis og Patrick Ewing.
Af íslenskum miðherjum má nefna Pétur Guðmundsson, Guðmund Bragason, Einar Bollason og Friðrik Stefánsson.