Moska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Moska (arabíska مسجد masǧid, fleirtala masaǧid) er íslömsk helgibygging, einkum hugsuð sem bænahús og fyrir Kóranrannsóknir, en ekki fyrir hluti eins og giftingar og skírnir. Fyrsta moska heims var Kaba í Mekka og fyrsta moskan í Medínu var hús spámannsins Múhameðs.
Einkenni á moskum eru turninn (manāra) þaðan sem múeðíninn kallar til bænar, vatnsker eða brunnur til hreinsunar fyrir bænina, útskot (miḥrāb) í þeim vegg sem snýr í átt að Mekka og jafnvel predikunarstóll (minbar) þar við hliðina þar sem imaminn heldur föstudagsræðuna.