Nýja testamentisþýðing Odds
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýja testamentisþýðing Odds Gottskálkssonar er talin elsta prentaða bók á íslensku. Bókin var prentuð í Hróarskeldu í Danmörku. Prentun lauk 12. apríl 1540. Bókin var um 330 blöð og í litlu broti (8vo). Ekki er vitað hve mörg eintök voru prentuð en talið er líklegt að Oddur hafi ætlað sérhverjum presti á Íslandi eintak.