Nytjastefnan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nytjastefnan (e. Utilitarianism) er rit um siðfræði eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill. Það er eitt af áhrifamestu og víðlesnastu ritum um nytjastefnu. Ritið birtist fyrst sem þrjár ritgerðir í í tímaritinu Fraser's Magazine árið 1861. Tveimur árum síðar var ritgerðunum safnað saman og þær gefnar út sem bók. Bókin var endurútgefin þrisvar sinnum um ævi Mills með lítilsháttar breytingum.
Mill styst við nytjastefnu í fleiri ritum sínum, svo sem Frelsinu og Um kúgun kvenna, en Nytjastefnan er engu að síður meginrit Mills um nytjastefnun og siðfræði almennt.