Oulu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oulu (finnskt heiti; sænska: Uleåborg) (65°00'N 25°28'E) er borg og borgarhérað með um 130.000 íbúa í Oulu-umdæmi og Norður-Ostrabothniuhéraði í Finnlandi. Oulu er stærsta og mikilvægasta borg Norður-Finnlands og sjötta stærsta borg landsins. Fólksfjölgun í borginni er næstum sambærileg við stórþéttbýlissvæði Helsinki.