Spjall:Pokabjörn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nú veit ég ekki hvort að þetta orð sé almennt viðurkennt (ég hef séð það, en ekki oft), en mér þykir mjög slæmt að sjá „björn“ aftan á því. Kóalar eru nefninlega ekki birnir (eins og reyndar flestir vita). Maður segir oftast kóalabirnir, en það er einfaldlega rangt. Enskumælandi þjóðir eru hættar að nota orðið bear, tala bara um koala. Orðið pokabjörn hljómar eins og þetta sé björn með poka, en það eina bjarnarlega við kóala er útlitið. --Sterio 18. nóv. 2005 kl. 10:14 (UTC)
- Fullt af dýrum sem bera heiti annarra dýra vegna útlits. Svínagreifingjar eru til dæmis ekki svín, en trýnið á þeim er svínslegt. Heitið er að finna í Orðabók Menningarsjóðs frá 1990. Heitir hann svo ekki kóala vegna þess að hann borðar af trjám sem bera þetta heiti (kannski á frumbyggjamál)? Mig minnir að ég hafi heyrt einhverja svoleiðis útskýringu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. nóv. 2005 kl. 11:21 (UTC)
- Nei, koala er komið af einhverju frumbyggjamálinu, en þýðir „sá sem drekkur ekki“ eða eitthvað álíka. En ef að pokabjörn er hið almennt notaða heiti þá get ég alveg sætt mig við það, er bara ekki vanur að heyra það sjálfur... --Sterio 18. nóv. 2005 kl. 14:49 (UTC)