Pokabjörn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
Pokabjörn (eða kóalabjörn) (fræðiheiti: Phascolarctos cinereus) er spendýr af pokadýraflokki sem á heimkynni sín í Ástralíu. Þeir eru eina tegundin af pokabjarnarætt (fræðiheiti: Phascolarctidae). Pokabirnir eru jurtaætur sem nærast nær eingöngu á laufum tröllatrjáa.
Nafn tegundarinnar er rangnefni þar sem pokabirnir eru ekki af bjarnaætt heldur af pokabjarnaætt, né heldur eru þeir af ættbálki rándýra eins og birnirnir heldur af ættbálki pokagrasbíta.