Rannsókn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rannsókn er nákvæm og kerfisbundin athugun og skráning á niðurstöðum gerð í þeim tilgangi að öðlast þekkingu eða afla upplýsinga. Til þess að vísindarannsókn teljist markverð þarf skýrsla eða grein með niðurstöðum hennar að birtast í viðurkenndu vísindariti. Vísindarannsóknir eru stundaðar í háskólum undir stjórn prófessora eða á rannsóknarstofnunum. Einkarannsóknir eru stundaðar og kostaðar af einstaklingum eða fyrirtækjum og hafa yfirleitt ekki vísindalegt gildi. Lögreglurannsókn er gerð af lögreglu í þeim tilgangi að upplýsa meint lagabrot og niðurstöður þeirra eru oft grundvöllur lagadóma.