Spjall:Rangnefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Ísland er að mestu freðmýri“ segir hér. Ég sé ekki tilgreinda heimild fyrir þessari fullyrðingu. Væntanlega er erfitt að finna slíka heimild, því að hvergi á Íslandi er til freðmýri, sem er landsvæði, þar sem aldrei fer frost úr jörðu og ekki þiðnar á sumrin nema yfirborðið. Sé hins vegar átt við það að Ísland sé „gróðurfarsleg túndra“, þá má það kannski til sanns vegar færa. Túndra og freðmýri eru nefnilega ekki samheiti nema að litlu leyti. Hvergi er finnanleg heimild (held ég) sem telur Ísland vera freðmýrasvæði (nema þá ef telja skyldi þessa grein slíka heimild?). --Mói 23. nóv. 2005 kl. 01:57 (UTC)