Sámsey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sámsey (Samsø á dönsku) er dönsk eyja í Kattegat, milli Jótlands og Sjálands. Þar búa um 4400 manns í 22 bæjum. Eyjan er meðal annars þekkt fyrir kartöflurækt.
Sagnaritarinn Þormóður Torfason gerðist sekur um morð á verti nokkrum í Sámsey árið 1672 á leið heim frá Íslandi. Fyrir þetta var hann dæmdur til dauða, en var síðan náðaður.