Sældarhyggja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sældarhyggja er sú kenning að aðeins ánægja sé góð út af fyrir sig eða hafi gildi í sjálfri sér. Einstaklingur sem aðhyllist sældarhyggju getur aðhyllst sérhyggju eða nytjastefnu.
Tvö afbrigði sældarhyggju eru sálfræðileg sældarhygga annars vegar og siðfræðileg sældarhyggja hins vegar og er hin síðari jafnan rökstudd með hinni fyrri.