Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey er félag áhugafólks um siglingar í Reykjavík. Félagið var stofnað 1971 og kom sér upp aðstöðu fyrir kjölbáta-, kænu- og seglbrettasiglingar í Nauthólsvík. 1987 var sett upp flotbryggja við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn og 1994 var tekin í notkun félagsaðstaða í skemmum við Austurbugt. 2006 var skemman síðan rifin vegna framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík. Síðan þá hefur félagið haft aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði á Ingólfsgarði.
Félagið stendur fyrir vikulegum siglingakeppnum á Kollafirði þar sem stigafjöldi telur inn í árlegt Reykjavíkurmót.