Sjálfstætt fólk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Fyrir sjónvarpsþáttinn Sjálfstætt fólk er hægt að fara á Sjálfstætt fólk (sjónvarpsþáttur).
Sjálfstætt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í tveimur bindum á árunum 1933-1935. Sagan er jafnan talin tilheyra Félagslegu raunsæi í bókmenntafræðum og er hún talin gerast á árunum 1899-1921.
[breyta] Helstu sögupersónur
- Guðbjartur Jónsson, bóndi (Bjartur í Sumarhúsum)
- Rósa, móðir Ástu Sóllilju og fyrsta kona Bjarts
- Ásta Sóllilja (Guðbjartsdóttir), dóttir Rósu
- Jón Guðbjartsson (Nonni)
- Helgi Guðbjartsson
- Guðmundur Guðbjartsson (Gvendur)
- Guðfinna (Finna), seinni kona Bjarts
- Jón, sýslumaður
- Rauðsmýrarmaddaman
- Ingólfur Arnarson Jónsson
En auk þess kemur móðir Finnu, Hallbera, amma Guðbjartssonanna mikið við sögu.
[breyta] Fyrirmyndir
Móðir Finnu er talin eiga sér fyrirmynd í ömmu Halldórs, en persónur líkar ömmunni eru tíðar í verkum hans.
[breyta] Söguþráður
Sagan fjallar um Guðbjart Jónsson, Bjart, í Sumarhúsum, fjölskyldu hans og örlög þeirra. Guðbjartur vann í 18 ár fyrir hreppstjórann í sveitinni meðal annars sem smali, en þá hafði hann loks safnað nægu fé til þess að kaupa sér sitt eigið land. Hann tók við landi er hafði verið í eyði sökum reimleika. Bjartur (Guðbjartur) trúði ekki á drauga og lét það ekki aftra sér frá því að hefja búskap í Vetrarhúsum. Hann breytti nafninu á bænum í Sumarhús og reisti nýtt býli. Hann giftist stuttu síðar Rósu, sem lést af barnsförum ári síðar. Bjartur var staddur í leit að ær þegar Rósa lést. Ásta Sóllilja, dóttir Bjarts og Rósu, rétt lifði af. Bjartur var mikill kvæðamaður og lagði ekki mikið í nútíma kveðskap, heldur vildi rím og hefðbundna bragarhætti. Síðari hluti sögunar fjallar að mestu um Ástu Sóllilju.