Staðardagskrá 21
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðardagskrá 21 er áætlun um verkefni innan sveitarfélaga eða stjórnsýslueininga til að komast í sjálfbæra þróun. Staðardagskráin er hugsuð sem mótvægi við Dagskrá 21, sem fjallar um lönd. Staðardagskrá 21 fjallar um efni innan umhverfisfræði og vísar talan 21 í 21. öldina.
Hugmyndin bak við staðardagskrá 21 er sú að samfélagið geti staðið á þremur fótum sem eru:
- Félagsleg þróun; stuðla að sjálfsþurft, uppfylla frumþarfir, auka jafnræði, tryggja þátttöku, nota viðeigandi tækni
- Efnahagsleg þróun; viðhalda hagvexti, hámarka einkahagnað, þróa markað, úthýsa kostnaði
- Vistfræðileg þróun; virða þolmörk, vernda og endurvinna, draga úr úrgangi.
[breyta] Tengill
- Staðardagskrá 21 á vef SÍS