Dagskrá 21
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dagskrá 21 er alþjóðlegur samningur Sameinuðu þjóðanna undirritaður af 179 þjóðum í Rio de Janeiro árið 1992. Samningurinn er ætlaður til að vekja þjóðir heims til vitundar um sjálfbæra þróun. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir eiga að nota til að vinna að sjálfbærri þróun. Þannig væri hægt að ná að grasrótinni.
Engar lagalegar bindingar eru innan Dagskrár 21 heldur hefur hún siðferðislegt gildi. Talan 21 vísar til 21. aldarinnar.