Tóbak
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Nicotiana tabacum
|
|||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||
|
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Nicotiana acuminata Nicotiana alata Nicotiana attenuata Nicotiana benthamiana Nicotiana clevelandii Nicotiana excelsior Nicotiana forgetiana Nicotiana glauca Nicotiana glutinosa Nicotiana langsdorffii Nicotiana longiflora Nicotiana obtusifolia Nicotiana paniculata Nicotiana plumbagifolia Nicotiana quadrivalvis Nicotiana repanda Nicotiana rustica Nicotianasuaveolens Nicotiana sylvestris Nicotiana tabacum Nicotiana tomentosa Tilv: ITIS 30562 26. ágúst, 2005 |
Tóbak er efni sem unnið er úr blöðum tóbaksjurta (fræðiheiti: Nicotiana) sem eru ættkvísl jurta af náttskuggaætt upprunnin í Norður- og Suður-Ameríku. Tóbaks er yfirleitt neytt með því að reykja það sem píputóbak eða í vindlum eða sígarettum. Tóbaks er líka neytt með því að tyggja það (skro, munntóbak), taka það í vörina eða sjúga það inn í gegnum nefið (neftóbak). Tóbaksneysla á uppruna sinn meðal indíána í Nýja heiminum en þessi siður breiddist hratt út um allan heim eftir landafundina á 15. öld. Litið er á tóbaksreykingar sem meiri háttar heilbrigðisvandamál vegna þess hve það er stór áhrifaþáttur í tíðni krabbameins auk ýmissa öndunarfæra- og hjartasjúkdóma.