Tóskapur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tóskapur er notað fyrir vinnu úr ull á íslenskum sveitabæjum. Um veturnætur þegar haustvertíð lauk hófst tóskaparvinna (tóvinna) og stóð hún til jóla. Ullin var tætt og unnið svokallað smáband en það voru heilsokkar, hálfsokkar og vettlingar. Þetta var prjónað í höndum úr tvinnuðu bandi. Lengd heilsokka var eins og handleggur á fullorðnum manni, frá fingurbroddi í öxl og lengd hálfsokka var að olboga. Allur tóskapur var þæfður og klæddur á fótlaga fjalir (sokkatré) meðan hann þornaði.
Tóvinna var mikil til sveita og voru unnar bæði voðir og prjónles. Prjónles skiptist í duggarales og smáles (smáband). Smáband og annað prjónles var verslunarvara.