Unicode
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Unicode er staðall til þess að gera tölvum kleyft að meðhöndla á sambærilegan hátt tákn úr öllum ritkerfum heims. Unicode er þróað af sjálfseignarstofnuninni The Unicode Consortium sem var stofnuð árið 1991. Útgáfa 3.1 af staðlinum innihélt 95.221 rittákn en nýjasta útgáfa hans er útgáfa 5.0 frá júlí 2006.
Nokkrar útgáfur eru til af Unicode. UTF-32 notar 32 bita fyrir hvert tákn, en UTF-16, sem er notað í nýrri útgáfum Windows-stýrikerfa, notar 16 bita einingar til að tákna hvert tákn. Í UTF-8 eru notaðar 8 bita runur sem eru samhæfðar aftur í tímann við 8-bita ASCII umkóðunarkerfin sem enn eru notuð af flestum tölvukerfum heimsins.
[breyta] Tenglar