Xenofon frá Efesos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Xenofon frá Efesos (uppi á 2.-3. öld?) var grískur rithöfundur.
Varðveitt verk hans er Efesossagan um Anþíu og Habrokomes en það er ein af elstu skáldsögum heims auk þess að vera ein af fyrirmyndum Williams Shakespeare við ritun leikritsins Romeo and Juliet.
Ekki má rugla Xenofoni frá Efesos saman við eldri og frægari nafna sinn frá Aþenu, hermanninn og sagnaritarann Xenofon.
[breyta] Tengt efni
Aðrir grískir skáldsagnahöfundar:
- Karíton - Ástir Kæreasar og Kallirhoe
- Akkilles Tatíos - Levkippe og Kleitofon
- Helíodoros frá Emesa - The Aethiopica
- Longos - Dafnis og Kloe
[breyta] Heimild
- Greinin „Xenophon of Ephesus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. nóvember 2005.
[breyta] Tengill
Summary of Xenophon of Ephesus' Ephesian Romance