Árvakur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerð: | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað: | 1919 |
Staðsetning: | Hádegismóum 2, 110 Reykjavík |
Lykilmenn: | Haraldur Sveinsson, formaður Stefán P. Eggertsson, varaformaður Halldór Þór Halldórsson, ritari Hulda Valtýsdóttir, meðstjórnandi. Friðþjófur Ó. Johnson, meðstjórnandi |
Starfsemi: | Útgáfa og eignarhald á Morgunblaðinu og öðrum skyldum miðlum |
Vefslóð: | http://www.mbl.is/ |
Árvakur hf er útgáfufélag stofnað árið 1919 í Reykjavík og keypti það Morgunblaðið litlu síðar það ár. Félagið gefur enn þá út blaðið en auk Morgunblaðsins gefur það út mörg önnur smærri blöð og tímarit auk þess sem það sá um prentun á Dagblaðinu Vísi áður en það var keypt af Norðurljósum. Aðaláhersla Árvaks er að gefa út Morgunblaðið en það er stærsta dagblaðið á landinu sem er dreift í gegnum áskrift. Í desember 2005 keypti Árvakur 50% hlut í fyrirtækinu Ár og dagur, sem er útgáfufélag Blaðsins.