Ýmir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hluti af greinaflokknum Norræn goðafræði |
Helstu goð |
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif Vanir: Njörður, Freyja, Freyr |
Aðrir |
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Huginn og Muninn Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar |
Staðir |
Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils |
Rit |
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum |
Trúfélög |
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst |
Ýmir (fornnorræna: Ymir) eða Aurgelmir er jötunn í norrænni goðafræði. Hann er fyrsti jötunninn í heiminum og eru allir jötnar frá honum komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist. Auðhumla nærði Ými lengst af og runnu 4 mjólkurár úr spenum hennar. Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og Vé. Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:
- Hold Ýmis varð að löndum.
- Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
- Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
- Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
- Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
- Augabrýr Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
- Heili Ýmis varð að skýjum.
- Hár Ýmis varð að skógi.