12. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
12. desember er 346. dagur ársins (347. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 19 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Stekkjastaur til byggða þennan dag.
- 1643 - Torstensonófriðurinn hófst með innrás sænska herforingjans Lennarts Torstensons inn í Jótland.
- 1904 - Fyrstu rafljós á Íslandi voru kveikt er Jóhannes Reykdal setti upp fyrstu rafmagnsveituna á Íslandi í Hafnarfirði.
- 1911 - 200 ára afmælis Skúla Magnússonar landfógeta var minnst í Reykjavík með samsæti.
- 1948 - Sex manns fórust er snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Fjórum dögum síðar bjargaðist húsbóndinn úr flóðinu.
- 1963 - Kenýa hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1987 - Hótel Ísland var tekið í notkun með 90 ára afmælisveislu Blaðamannafélagsins.
- 1990 - Gísli Sigurðsson, læknir, sem verið hafði gísl í Kúveit í 4 mánuði kom aftur heim.
[breyta] Fædd
- 1863 - Edvard Munch, norskur listmálari (d. 1944)
- 1915 - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (d. 1998).
[breyta] Dáin
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
- Á Íslandi er haldið upp á dag íslenskrar tónlistar.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |