Afbrigði latneska stafrófsins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er ekkert nútíma stafróf sem er notað í eins mörgum tungumálum eins og það latneska. Það hefur 26 bókstafi:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W Y X Z
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w y x z
Þetta er það stafróf sem Rómverjar notuðu á öldunum kringum upphaf tímatals okkars. Þó notuðu rómverjar hvorki J, U eða W. Bókstafurinn I var notaður fyrir bæði I og J; V var notað fyrir V, U og W. Þar að auki notuðu rómverjar ekki litla bókstafi.
Þó að upphaflega hafi hver latneskur bókstafur samsvarað einu fónemi í latínu gefur auga leið að til þess að það yrði nothæft í öðrum málum og mörgum þeirra mjög fjarskildum þurfti það að aðlagst nýjum aðstæðum. Þess vegna er latneska stafrófið til í fjölmörgum afbrigðum og aðlögunum. Hér að neðan má sjá nokkur sýnishorn af slíkum viðbótum og aðlögunum.
Íslenska stafrófið notar 32 bókstafi:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A Á B D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a á b d ð e é f g h i í j k l m n o ó p r s t u ú v x y ý þ æ ö
Í íslensku er ekki notað C, Q, W og Z. Sérstakir íslenskir bókstafir eru: á, ð, é, í, ó, ú, ý, þ, æ, ö.
Danska og norska nota sama stafróf með 29 bókstöfum:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Ø Å
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z æ ø å
Danska og norska nota bókstafina Æ Ø Å sem ekki eru til í upphaflega latneska stafrófinu.
Finnska og sænska nota sama stafróf með 28 bókstöfum:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V X Y Z Å Ä Ö
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z å å ö
Munurinn á finnsk-sænska stafrófinu og því dansk-norska er að í því seinna er Æ notað í stað Ä, og formið Ø í stað Ö. Einnig er röðun þessara bókstafa önnur: Æ, Ø, Å.
Pólska stafrófið hefur 32 bókstafi.
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A Ą B C Ć D E Ę F G H I J K L Ł M N Ń O Ó P R S Ś T U W Y Z Ź Ż
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a ą b c ć d e ę f g h i j k l ł m n ń o ó p r s ś t u w y z ź ż
Latnesku bókstafirnir Q, V og X eru ekki notaðir í pólsku. Pólska hefur 9 bókstafi sem ekki eru notaðir í latneska stafrófinu: ą, ć, ę, ł, ń, ó, ś, ź, ż.
Tékkneska stafrófið hefur 39 bókstafi:
A Á B C Č D Ď E É Ě F G H CH I Í J K L M N Ň O Ó P R Ř S Š T Ť U Ú Ů V Y Ý Z Ž
a á b c č d ď e é ě f g h ch i í j k l m n ň o ó p r ř s š t ť u ú ů v y ý z ž
Athugið að farið er með "ch" sem sérstakan staf.
Í baskneska stafrófinu eru einungis 21 bókstafir:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B D E F G H I J K L M N Ñ O P R S T X Z
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b d e f g h i j k l m n ñ o p r s t x z
Latnesku bókstafirnir C, Q, U, V, W og Y eru ekki notaðir í basknesku.
Tyrkneska stafrófið hefur 29 bókstafi:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B C Ç D E F G Ğ H I İ J K L M N O Ö P R S Ş T U Ü V Y Z
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b c ç d e f g ğ h ı i j k l m n o ö p r s ş t u ü v y z
Þrír bókstafir latneska stfrófsins eru ekki notaðir: Q, W, X.
Tyrkneskan hefur sex bókstafi sem ekki eru notaðir í latneska stafrófinu:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: Ç, Ğ, I, İ, Ö, Ş, Ü
Skrifaðir sem litlir bókstafir: ç, ğ, ı, i, ö, ş, ü
Athuga ber að "ı" og "i" eru tveir aðskildir stafir með óskiltt hljóðgildi og skrifaðir á mismunandi hátt sem bæði litlir og stórir stafir.
Maltneska notar 30 bókstafi:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: A B Ċ D E F Ġ G Għ H Ħ I Ie J K L M N O P Q R S T U V W X Z Ż
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a b ċ d e f ġ g għ h ħ i ie j k l m n o p q r s t u v w x z ż
Latneski stafurinn Y er ekki notaður.
Víetnamska stafrófið hefur 29 bókstafi: Skrifaðir sem stórir bókstafir: A Ă Â B C D Đ E Ê G H I K L M N O Ô Ơ P Q R S T U Ư V X Y
Skrifaðir sem litlir bókstafir: a ă â b c d đ e ê g h i k l m n o ô ơ p q r s t u ư v x y
Í viðbót við latneska stafrófið hefur það víetnamska bókstafina Â, Ê og Ô. Þar að auki eru 8 tvístafa og ein þriggjastafa samsetningar sem samsvara sérstökum víetnömskum fónemum en ekki reiknast sem einingar í stafrófinu:
Ch Gh Gi Kh Ng Ngh Nh Ph Th