Afstæðiskenningin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afstæðiskenningunni er skipt í tvo hluta, almennu afstæðiskenninguna og takmörkuðu afstæðiskenninguna. Sú seinni fjallar um klassíska aflfræði þegar hlutir ferðast nálægt ljóshraða og sú fyrri er almenn kenning um þyngdarafl. Þessar kenningar eru yfirleitt kenndar við Albert Einstein en hann var fyrstur til að setja þær fram í því samhengi sem við þekkjum þær í dag. Þótt hann byggði verk sitt á þekktum niðurstöðum þá vantaði samhengið sem hann gaf til að fullkomna verkið. Grunnhugmyndin á bakvið báðar kenningarnar er sú að tveir athugendur í sitthvoru tregðukerfinu mæla mismunandi hraða og vegalengd á sama hlutnum en öll eðlisfræðilögmál eru óbreytt á milli tregðukerfa. Þ.e.a.s. mælendur í tveim mismunandi tregðukerfum mæla kannski mismunandi hröðun á hlut en krafturinn á hlutinn fylgir samt sem áður 2. lögmáli Newtons F = ma