Algarve
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Algarve er heitið á landsvæði í suðurhluta Portúgal þar sem m.a. er að finna bæina Faro, Lagos og Sagres. Stjórnsýsla svæðisins er í Faro, sem státar af eigin flugvelli.
Algarve-svæðið nær yfir 5.412 ferkílómetra þar sem um 350.000 manns búa. Þessi tala hækkar í yfir milljón um hásumar vegna hins ótrúlega fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið.
Helsta aðdráttarafl Algarve-svæðisins eru hreinar strendur, hlýtt miðjarðarhafsloftslag og lágt verðlag. Sá hluti strandlengjunnar sem vísar til suðurs er um 155 kílómetrar, og 52 kílómetrar af þeirri strönd tilheyra svæðinu.
- Algarve guide | En | Pt | Es | Fr |
- 43 maps of Algarve (23 of cities)