Atlantshafsþorskur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlantshafsþorskur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Atlantshafsþorskur |
||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
||||||||||||||
Fræðiheiti | ||||||||||||||
Gadus morhua Linnaeus, 1758 |
Atlantshafsþorskur (fræðiheiti: Gadus morhua) er vinsæll matfiskur af ættkvísl þorska (Gadus). Hann verður allt að tveir metrar á lengd, gulur á hliðina og hvítur á kvið. Hann lifir í grunnsævi frá fjöru að enda landgrunnsins við strendur Bandaríkjanna, Kanada, Grænlands og Íslands og við vesturströnd Evrópu, allt frá Biskajaflóa að Barentshafi.