Atli Húnakonungur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atli Húnakonungur (406-453) var síðasti og voldugasti konungur Húna. Hann ríkti yfir stærsta veldi Evrópu síns tíma frá 434 til dauðadags. Veldið náði frá Svartahafi að Mið-Evrópu og frá Dóná að Eystrasalti. Hann var svarinn andstæðingur hvors tveggja Austrómverska ríkisins sem og þess Vestrómverska. Tvívegis réðst hann inn á Balkanskaga og umkringdi Konstantínópel í seinni innrásinni. Í Vestur-Evrópu hefur hans verið minnst fyrir miskunarleysi en sumar sögur lýsa honum sem heiðvirðum konungi.