Auguste Comte
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Auguste Comte (fullt nafn: Isidore Marie Auguste François Xavier Comte; 17. janúar 1798 - 5. september 1857) var franskur heimspekingur sem smíðaði hugtakið „félagsfræði“. Hann var fyrstur til að beita nútímavísindalegri aðferð í rannsóknum á mannlegu samfélagi.