Bouveteyja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bouveteyja (norska: Bouvetøya) er óbyggð eyja í Suður-Atlantshafi, suðsuðvestur af Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku. Noregur gerir tilkall til eyjarinnar á grundvelli þess að norsk skipshöfn dvaldi þar í mánuð árið 1927, sem var í fyrsta skipti sem nokkur hafði dvalið þar um lengri tíma.