C sharp
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
C# (borið fram C sharp) er hlutbundið forritunarmál hannað af Microsoft sem kom út í júní árið 2000. Ætlunin var hjá Microsoft að búa til hlutbundið forritunarmál sem gæti keppt við Java forritunarmálið frá Sun. Málskipan þess svipar til C++ en hefur einnig nokkur atriði úr öðrum málum eins og Java, Delphi og Visual Basic.
Helsta útgáfa Microsoft fyrir Windows stýrikerfið heitir Microsoft Visual C# og er hluti af Visual Studio þróunarumhverfinu. Hægt er að nota C# á öðrum stýrikerfum með svokallaðri Mono útgáfu, hún keyrir á Linux, FreeBSD, UNIX, Mac OS X, Solaris og Windows stýrikerfum.
Málið er einnig hannað með það í huga að vera einfalt, nútímalegt, hlutbundið og með tag öryggi. Tag öryggi er þegar ekki er hægt að keyra forrit nema breyta sé að fá rétt tag inní sig, einnig er ekki hægt að umbreyta sumum tögum (Convert) yfir í annað.
Málið hefur sjálvirka minnishreinsun líkt og Java. Hún virkar þannig að hlutir (objects) sem forritið er hætt að nota eru hreinsaðir í burtu til að koma í veg fyrir keyrsluvillur. Í eldri málum þurfti notandinn að hugsa sjálfur um að hreinsa minnið handvirkt með delete línum í kóða. Ruslahreinsunin hefur hinsvegar orð á sér að vera töluvert hægvirk.
Aðalhönnuður C# heitir Anders Hejlsberg, hann hefur unnið að hönnun margra forritunarmála. Þar ber helst að nefna Turbo Pascal og Delphi sem og J++ sem var Microsoft útgáfa af java áður en C# kom til sögunnar.
[breyta] Halló heimur í C#
class HelloWorld { static void Main() { System.Console.WriteLine("Halló Heimur"); System.Console.ReadLine(); } }
[breyta] Heimildir
http://en.wikipedia.org/wiki/C_sharp
http://en.wikipedia.org/wiki/Garbage_collection_%28computer_science%29