D'oh!
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
D'oh! (borið fram dóh!) er einkennisorð Hómers Simpson úr bandarísku teiknimyndaþáttunum The Simpsons (Simpson-fjölskyldan). Hómer segir það ef honum mistekst eitthvað eða fattar að honum hefur orðið á. Upphaflega í Tracy Ulmann-skrítlunum skrifaði Matt Groening, höfundur Simpson-þáttanna, „Annoyed Grunt“ og þegar Dan Castellaneta, sá sem leikur Hómer, spurði Matt hvernig það ætti að vera, svaraði Matt að það mætti vera hvað sem hann vildi. Dan vildi nota „dooh“ (borið fram dúúh) sem Jimmy Finlayson sagði oft í Laurel og Hardy-myndunum en Matt bað hann að stytta þetta út af því að þetta var teiknimynd, þannig að hann sagði D'oh!
D'oh hefur verið sagt af mjög mörgum Simpson-persónum fyrir utan Hómer s.s. Bart, afanum, Krusty, Lísu, Marge og meira að segja persónu sem líktist Michael Caine í þættinum Burns' Heir þegar Burns réð leikara til að plata Bart að fjölskylda hans saknaði hans ekki. D'oh hefur verið skrifað í Webster's Millennium Dictionary of English og Oxford English Dictionary. Á þýsku segir Hómer „Nein!“ sem þýðir nei.