Digimon Adventure
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Digimon Adventure er nafn fyrstu seríunnar sem gerð var um Digimon. Hún var gerð af Toei Animation og inniheldur hún 54 þætti, var sá fyrsti þá sýndur 7. Mars 1999 á Fuji TV. Serían átti erfitt í byrjun, en varð hún þó mjög vinsæl eftir nokkurn tíma.
Efnisyfirlit |
[breyta] Persónur
[breyta] Yagami Taichi
Taichi (en. Tai Kamiya) er leiðtogi kosnu barnanna. Hann er afar hugrekkur og fljótur til aðgerða. Félagi hans er Agumon, hann er 11 ára í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hans er hugrekki. Taichi birtist fyrst í myndinni Digimon Adventure ásamt systir hans Hikari.
[breyta] Ishida Yamato
Yamato (en. Matt) er strákur sem heldur sér utan hópsins ef kostur er á. Hann horfir á Taichi sem andstæðing sinn og lítur á sjálfan sig sem verndari Takerus, bróður síns. Félagi hans er Gabumon, hann er 11 ára í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hans er vinátta.
[breyta] Takenouchi Sora
Sora sýnist vera sterk og glöð stúlka. Hún spilar fótbolta og er alltaf til staðar þegar þörf er. En hún hefur ekki gott samband við móðir hennar og henni finnst hún ekki þekkja ást. Félagi hennar er Piyomon, hún er 11 ára í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hennar er ást.
[breyta] Kido Jou
Jou (en. Joe) er elstur í hópnum. Þó er hann sífellt hræddur og honum líður yfir þegar hann sér blóð. En hann er mjög klár og duglegur. Félagi hans er Gomamon, hann er 12 í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hans er áreiðanleiki.
[breyta] Izumi Koushiro
Koushiro (en. Izzy) er tölvunörd. Hann er alltaf með fartölvu og GSM síma á sig. Hann hefur verið ættleiddur og er það mikill skuggi í huga hans. Félagi hans er Temtomon, í fyrstu seríunni er hann 10 og skjaldamerkið hans er þekking.
[breyta] Tachikawa Mimi
Mimi er prýð stúlka með undarlegan fatnasmekk. Í byrjun er hún gelgja, en hún breytist með tímanum. Félagi hennar er Palmon, hún er 10 í byrjun fyrstu seríunnar og skjaldamerkið hennar er hreinskilni.
[breyta] Takaishi Takeru
Takeru (en. TK) er í upphafi sá yngsti í hópnum og er litli bróðir hans Yamatos. Hann vingast fljótt með öllum í hópnum, sérstaklega Taichi, sem gerir Yamato afbrýðissaman. Félagi Takerus er Patamon, hann er 8 ára gamall í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hans er von.
[breyta] Yagami Hikari
Hikari (en. Kari) er litla systir Taichis og bætist hún seint í hópinn. Hún er mjög hlýðin og hefur sérstakt ljós í sér. Félagi hennar er Tailmon, hún er 8 ára í fyrstu seríunni og skjaldamerkið hennar er ljós. Þegar hún var yngri fann hún digiegg Botamons og vingast við digimonann. En hann hvarf skömmu síðar eftir bardaga við Parrotmon.
[breyta] Söguþráður
Sjö krakkar, Taichi, Yamato, Takeru, Sora, Mimi, Koushiro og Jou eru í útilegu. En veðrið hagar sér underlega á öllum hnettinum og eru fjöllin, þar sem þau eru, engin undantekning. Mikill snjóstormur skellur á og norðurljósið sést á himninum. Það er ómögulegt atbæri fyrir svo sunnanlegt land og Japan, því undrast krakkarnir yfir þessu. Allt í einu birtast skrítin tæki, digivicein og fær hver eitt. Þá verða þau dregin á eyju í stafræna heiminum. Þar hitta þau hver sinn digimon félaga.
Fyrsta raunin lætur ekki lengi bíða eftir sér. Stór pöddu digimoni, Kuwagamon, ræðst á krakkana og félaga þeirra. Til að vernda krakkana þróast digimonarnir á næsta stigið. Þó er það gagnslaust, því að Kuwagamon er of öflugt. Krakkarnir og digimonar þeirra hrapa í ána. Óviss um hvað þau ættu að gera ákveða þau að fylgja ánni. Loks koma þau að sjónum og hvíla sig þar. Þá ræðst næsti digimoni á þau, Shellmon. Agumon, félagi Taichis, þróast í Greymon og nær að senda skelja digimonan út á sjó. Þá þróast Greymon aftur í Agumon, því að honum skortir orkuna að vera alltaf á svo háu þróunarstigi. Þegar það tekur að dimma ætla krakkarnir að sofa í götulest, sem þau fundu hjá tjörn einni. Bara Taichi, Agumon og Yamato eru vakandi þegar næsta ógnin ræðst á þreyttu krakkana. Í þetta sinn þróast Gabumon í Garurumon þegar sæskrímslið, Seadramon, nær Yamato, félaga Gabumons, og kreistir hann nánast meðvitundalausan. Garurumon tekst þó að sigra skrímslið og bjarga félaga sinn.
Einn dag kemur hópurinn að Pyokomon þorpi. Meramon, verndar digimoni fjallsinns nálægt þorpinu, tryllist og ræðst á það. Piyomon, félagi hennar Soru, Þróast þá í Birdramon og sigrar hann. Svart tannhjól kemur út úr honum og leysist upp. Seinna kemur hópurinn auga á verksmiðju. Þau fara inn til að kanna hana og finna út að allt sem er sett saman þar er tekið í sundur aftur. Einnig komast þau að því að orkan sem verksmiðjan notar er búin til með forriti sem er skrifað á vegg. Þá ræðst Andromon, vélmenna digimoni á þau. Með hjálp forritsins tekst Tentomon, félaga Koushiros, að þróast í Kabuterimon. Hann ræðst á veikan blett Andromons, lærið hanns. Þar kemur annað svart tannhjól í ljós og leysist upp. Andromon verður að góðum digimona aftur, eins og það var með Meramon. Krakkarnir hitta á ferðum sínum fleirum og fleirum tannhjóla digimonum. Þannig þarf Palmon, félagi Mimiar, að þróast í Togemon til að sigrast á Monzaemon og Gomamon, félagi Jous, í Ikkakumon til að sigra Unimon.
Hópurinn hefur klifrað upp á bjarg eilífðarinnar í von um að finna leið til baka á jörðina. En þar ráðast Leomon, sem er tannhjóla digimoni og Ogremon á þau. Krakkarnir sleppa ósködduð og komast að húsi, þar sem matur og bað eru tilbúin þó að enginn er heima. Þegar þau fara að hátta birtist illi digimoninn, Devimon og einnig Leomon og Ogremon til að drepa þau í svefni. En Taichi og Agumon voru vakandi og með ljós digiviceins síns tekst honum að leysa Leomon úr álögunum í skamma stund. Devimon, sem er áttaviltur lætur krakkana dreyfast á eyjunni sem splundrast í marga hluti. Hver hluti eyjunnar stýrir út á sjóinn, fylltur af svörtum tannhjólum, ætluð digimonunum við hinn enda sjósins.
Krakkarnir eru nú einir með félögum sínum og reyna að finna hvorn annan aftur. Taichi og Agumon hitta Yamato og Gabumon. Jou og Gomamon hitta Soru og Piyomon. Og Mimi og Palmon hitta Koushiro og Tentomon. Takeru og Patamon eru einir og skelfdir. Þau ferðast um hluta eyjunnar, þar sem þau lentu og koma að bæ byrjunarinnar, staður, þar sem allir digimonar, er létu lífið, endurfæðast sem digiegg. Elecmon er vættir bæjarins og leyfir þeim ekki að koma nálægt digimona börnunum. En að lokum verða þau vinir og ætla að finna leið til að setja eyjunna saman aftur. Þá birtast Leomon, sem er sýrður af Devimon aftur og Ogremon og ætla að drepa þau. Nú loks koma hinir krakkarnir þeim til hjálpar og leysa Leomon úr álögum á ný. Hann segir þeim frá sögninni um hin kosnu börn og útskírir þeim að eina leiðin til að komast heim er að sigra myrkuröflin, sem herja á stafræna heiminn.
Krakkarnir snúa nú aftur til bjarg eilífðarinnar. Þar hefur Devimon byrjað að safna saman myrkuröflunum og stækkað gríðarlega mikið. Digimonar krakkanna takast á við hann, en allt virðist gagnslaust. Þá ræðst Devimon á Takeru, en Patamon reynir að bjarga honum og þróast í heilaga digimonann, Angemon. Hann safnar saman heilögum öflunum úr digivieceunum og eyðir Devimon og sjálfum sér um leið. Takeru brýst út í grát, en Angemon breytist aftur í digiegg.
Til að bjara restinum af stafræna heiminum búa krakkarnir sér bát til og ferðast til álfunnar, Server. Þar þurfa þau að takast á við annan illa digimona, Etemon. Hann er á of háu þróunarstigi og þurfa krakkarnir því að finna skjaldamerkin sín til að láta félaga sína þróast á jafn hátt stig. Taichi, sem fann skjaldamerki hugrekkis, reynir að þvinga Agumon til að þróast, með hörmulegum afleðingum. Hann þróaðast í Skull Greymon, risa beinagrindaskepnu, sem hlíðir ekki á félaga sinn. Að lokum breytist hann aftur í Koromon, sem er lægra stig en Agumon. Krakkarnir eru nú mjög vonsviknir og undrast þess hvort að þau hafa verið að ala digimonanna á vitlausan hátt.
Þegar krakkarnir reyna að bjarga Nanomon, sem er í haldi í píramída, ræðst Etemon á þau. Í ljós kemur að Nanomon er illur og hann rænir Soru og Piyomon. Í leyniklefa, í píramídanum, býr hann til kópíu af sóru til að láta félaga hennar berjast fyrir sig. En Taichi, sem þurfti á miklu hugrekki að halda til að komast í gegnum rafmagns hlaðinn vegg, kemur henni til björgunnar. Etemon blandast einnig í bardagann og reynir þá Nanomon að eyða öllum með því að henda þeim í hyldýpi myrkursins og þegar hann blandar tölvuvírus með dýpinu fer allt úr höndum og Etemon sameinast myrkrinu. Í þessu ástandi getur hann eytt stafræna heiminum. En félagi Taichis tekst loks að þróast í Metal Greymon. Þegar þau eyða Etemon hverfa Taichi og Metal Greymon.
Taichi og Koromon eru komnir aftur á jörðina. Þar komast þau að því að á jörðinni er enn sá sami dagur og þegar þau komust í stafræna heiminn. Tíminn á jörðunni og í stafræna heiminum virðast ekki líða eins. Þeir fara heim til Taichis og hitta þar systir hanns, Hikari. Í ljós kemur að hún man eftir Koromon, en Taichi hafði gleymt öllu. Þegar Ogremon ræðst á borgina reyna Taichi og Koromon að stöðva hann og lenda svo aftur í stafræna heiminum.
Taichi og Agumon, sem eru komnir aftur í stafræna heiminn, leita að hinum krökkunum og komast að því að þau hafa dreifst um álfuna. Smám saman safna þeir saman hópnum aftur frá skrítnustu stöðunum, þar til aðeins Soru vantaði. Þegar þau hitta Soru kemur í ljós að hún hafði heyrt samtal milli Pico Devimon og meistara hans, Vamdemon. Hún komst þannig að því hvað skjaldamerki hvers og eins þýða. Taichi ber skjaldamerki hugrekkis, Yamato skjaldamerki vináttunar, Takeru skjaldamerki vonarinnar, Koushiro skjaldamerki þekkingarinnar, Mimi skjaldamerki hreinskilinarinnar, Jou skjaldamerki áreiðanleikans og Sora skjaldamerki ástarinnar. En hún Sora telur sig ekki þekkja ást og heldur að skjaldamerkið eigi ekki við sig. Hún er því niðurdregin og vildi ekki hitta hina. En þegar Pico Devimon og Vamdemon ráðast á hópinn og Piyomon slasast kemur í ljós að Sora elskar Piyomon. Það gefur skjaldamerkinu næringu og Piyomon þróast í Garudamon og hjálpar hópnum að sleppa.
Seinna komast krakkarnir að því að það er til eitt kosið barn í viðbót og að Vamdemon er á leiðinni til jarðarinnar til að drepa það. Því að aðeins ef öll kosnu börn eru sameinuð getur myrkrið verið sigrað. Hópurinn kemst inn í vígi Vamdemons til að stöðva hann, en þau eru of sein. Þau fylgja honum eftir í gegnum hliðið og komast á jörðina.
Á jörðinni, í Tókýó, leita sveitir Vamdemons, leiddir af Pico Devimon og Tailmon, að áttunda barninu. Einnig krakkarnir sjö leita að því og lenda alltaf í bardögum við óvinana. Leitin virðist vera gagnslaus því að borgin er allt of stór. En Tailmon og Wizarmon, sem eru í liði Vamdemons, finna áttunda barnið. Í ljós kemur að það er Hikari, systir Taichis og félagi hennar er Tailmon. Þá svíkja Tailmon og Wizarmon Vamdemon og reyna að fá skjaldamerkið Hikaris, merki ljóssins, sem Vamdemon er með. Það mistekst þó og Wizarmon er kastað í ána og Tailmon er tekin sem fanga.
Þá breytast áætlanir Vamdemons og hann tekur öll börnin í hverfinu fanga og leyðir þau fyrir Tailmon, því hún þekkir andlit áttunda barnsins. Ekki líður langur tími þar til hún var fundin, en henni varð bjargað af Soru og Mimi og félögum þeirra. Þá lætur Vamdemon allt fólkið sofna og bardagi brýst út meðal hans og krakkanna. Wizarmon lætur lífið þegar hann bjargar Hikari og Tailmon frá árás Vamdemons og þróast Tailmon þá í Angewomon. Saman með Angemon og hinum digimona félögunum sigra þau Vamdemon.
Vamdemon virðist vera sigraður, en fólkið er enn sofandi. Andi Vamdemons byrtist of gleypir hersveitir sínar og einnig Pico Devimon og þróast þannig í Venom Vamdemon. Angewomon og Angemon lána Agumon og Gabumon heilaga krafta sína og tekst þeim þannig að þróast á enn hærra stig í War Greymon og Metal Garurumon. Þau sigra Venom Vamdemon en andi hanns sleppur enn á ný. Þá byrtist stafræni heimurinn á himninum og virðist hann vera breyttur. Með digiviceunum opna krakkarnir hlið í stafræna heiminn og snúa þangað aftur.
Þegar krakkarnir eru komnir aftur í stafræna heiminn verður ljóst að einhver hefur gjörbreytt honum. Teknir voru skógarnir, borgirnar, vötnin og myrkursvæðin og gjört úr þeim spíralturn. Á toppi þessa turns bjóu myrkradrottnanrir fjögur, sem hafa valdið þessum breytingum. Krakkarnir reyna að komast upp á turninn og byrja í vatnssvæðinu. Þar ræðst Metal Seadramon að þeim og krakkarnir flýja með hjálp Whamons. Sveitir Metal Seadramons, ásamt honum sjálfum, fylgja þeim eftir. Bardagi milli honum og krakkanna brýst út þegar þau komast að eyju. War Greymon tekst loks að sigra Metal Seadramon, en ekki fyrr en að Whamon banaðist. Með dauða Metal Seadramons leysast vatnasvæðin upp og krakkarnir flýja í skógasvæðin.
Meistari skógasvæðanna er Pinocchimon, sem reynir að veiða börnin í gildru. Hann dreyfir börnin og digimonanna þannig að þau geta ekki þróast og tekur Takeru heim til sín. Þar ætlar hann að leika hættulega leiki með honum. En Takeru leikar á hann, eyðir gildrunum hans og kemst undan. Hópurinn, sem er saman kominn aftur, hittir á hann og eru þeir stoltir af honum, hvað hann er orðinn sjálfstæður. Hann og Hikari eru víst þau yngstu í hópnum. En bróðir Takerus, Yamato, hverfur, ásamt félaga hans, úr hópnum, því að hann hefur alltaf þurft að passa bróður sinn, en nú var hann orðinn gagnslaus. Þannig niðurdreginn er einfallt fyrir Jureimon, sem er í liði Pinocchimons, að heilaþvo hann. Yamato og Metal Garurumon ráðast á Taichi og War Greymon. Þó að Taichi vill ekki berjast við vin sinn hefur hann engra kosta val. Bardaganum er stöðvað af veru, sem hefur yfirtekið huga Hikaris. Veran skírir frá því hvernig börnin voru kosin. Það gerðist þegar Parrotmon byrtist á jörðinni. Henni tekst að blíða Yamato, en samt sem áður vill hann ekki sameinast hópnum aftur. Þegar veran yfirgefur huga Hikaris yfirgefur Yamato svæðið. Á seinasta bardaganum við Pinocchimon byrtist Yamato aftur til að eyða honum, en hverfur síðan á brott aftur. Þegar skógasvæðin leysast upp brest hópurinn í sundur aftur. Jou og Mimi fara í aðra átt en hinir.
Taichi, Hikari, Takeru, Koushiro og Sora eru komin í borgasvæðin, þar sem Mugendramon drottnar. Hikari veikist og finna krakkarnir lyf með hjálp fartölfu hans Koushiros. En Mugendramon ræðst á þau og hrapa þau í neðanjarðargöng borgarinnar. Taichi og Koushiro eru saman og leyta að hinum en hitta í staðinn á Andromon, sem þau hittu fyrst í verksmiðjunni. Hann skýrir þeim frá því að hann er í flokki uppreisnarmanna móti Mugendramon. Á meðan leita Sora, Takeru og Hikari að hinum og koma að stóru svæði, þar sem Numemon þurfa að þræla. Hikari bjargar þeim úr keðjunum, en yfirstjórinn, Waru Monzaemon, er ekki ánægður og ræðst á krakkana. Þau sleppa með hjálp Numemonanna. Hóparnir tveir sameinast þegar Mugendramon ræðst á þau. War Greymon tekst, eftir hörðum bardaga, að eyða óvininum. Þegar borgasvæðin leysast upp eru bara myrkursvæðin eftir.
Sá síðasti og samstundis öflugasti myrkradrottnari er Piemon, höfðingi myrkursvæðanna. Taichi, Koushiro, Sora og Takeru hafa klifrað upp á topp spíral turnsins, þar sem hann dvelur. Í stað þess að láta alla ráðast saman á Piemon ákveður Taichi að senda Soru og Takeru af stað til að finna restinn af hópnum og bara War Greymon ræðst á ovuröfluga digimonann.
Yamato er á þessari stundu kominn í helli þunglyndisins. Hann situr hreyfingarlaus í horninu og sekkur niður í eigin þungum hugsunum. En Gabumon, félaga hans, tekst að ná til hans og hann lætur hughreistast. Þá hverfur og hellirinn og þeir hitta á Jou og Gomamon, sem hafa verið að leita að þeim. Hópurinn kemur smám saman saman aftur þegar þau hitta á Takeru. En Sora virðist hafa dottið í helli þunglyndisins. Krakkarnir klifra niður hellinn og finna hana. Hún er niðursokkin, alveg eins og Yamato áður. Yamato og Jou tekst að ná til hennar, eins og Gabumon áður. Hellirinn hverfur aftur og hópurinn leggur af stað til að veita Taichi liðsauka.
War Greymon hefur verið sigraður af Piemon, en þegar Metal Garurumon birtist fyllist hann lífsanda aftur. Saman berjast þau við Piemon, en hann er með meira í erminum en virðist. Hann breytir flest öllum digimonunum og krökkunum í lykklakippur. Einungis Hikari, Takeru og Patamon komast undan. Piemon sker reipið, sem þau klifra upp og þau detta í hyldýpið. Þá tekst Patamon loks að þróast í Holy Angemon. Með heilaga krafta sína getur hann breytt hinum krökkunum og digimonunum til baka. Þá kemur Mimi með fullt af digimonum, sem hún hefur verið að safna saman í stafræna heiminum. Mikill bardagi brýst út milli Piemon og Evilmon sveita hans og krökkunum og félögum þeirra. Að lokum nær Holy Angemon að innsigla Piemon bakvið heilaga hliðinu. Þannig var seinasti drottnari sigraður.
Myrkursvæðin leysast upp og er þar með ekkert eftir af stafræna heiminum. Í ljós kemur að einhver önnur vera hafði verið að stýra öllum illum digimonunum. Það var Apocalymon, sem er í raun þúsundir hvaldar sálir frá fortíðinni. Hann eyðir skjaldamerkjum krakkana. Það þýðir að digimonar þeirra geta ekki lengur þróast á hátt stig lengur. En börnin komast að því að þau þurfa skjaldamerkin ekki, því að sama aflið er í hjörtum þeirra. Hugrekki, vinátta, von, þekking, hreinskilinleiki, áreiðanleiki, ást og ljós eru eiginleikar krakkanna. Félagar þeirra þróast og berjast við illvættinn og sigra hann. En með síðustu orku sinni ætlar hann að eyða þeim með stóru sprengingu. Ljós digiviceanna innsiglar sprenginguna og bjargar krakkana.
Nýr stafrænur heimur varð til og digimonarnir, er létu lífið, koma aftur sem digiegg. En krakkarnir verða að snúa aftur til jarðarinnar og mun hliðið að stafræna heiminum verða lokað eftir þeim. Þau þurfa að hveðja félaga sína með aðeins smáagna von um að sjá þau aftur. En hliðið mun opnast aftur fyrir þeim.
[breyta] Myndir
Tvær myndir tengjast seríunni. Digimon Adventure og Our War Game!.
[breyta] Framhald
Framhald af fyrstu seríunni og seinni myndinni er serían Adventure Zero Two.