Ernest Nagel
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ernest Nagel (fæddur 16. nóvember 1901 í Prag, Tékkóslóvakíu, dáinn 22. september 1985 í New York) er af mörgum talinn meðal mikilvægustu Vísindaheimspekingum síns tíma.
Nagel fluttist til Bandaríkjanna tíu ára að aldri. Hann hlaut BS gráðu frá New York's City College árið 1923 og Ph.D. gráðu frá Columbia University árið 1930. Hann kenndi í eitt ár (1966-1967) við Rockefeller University en varði annars allri starfsævi sinni við Columbia University, þar sem hann varð prófessor emeritus 1967.
Meginverk hans, The Structure of Science, sem kom út 1961, ýtti úr vör rökgreiningarhefðinni innan vísindaheimspekinnar. Hann er höfundur þeirrar hugmyndar að með því að koma orðum að greiningarjafngildi (eða „brúarlögmálum“) milli hugtaka ólíkra vísindagreina, smættaði maður verufræðilegar skuldbindingar annarrar vísindagreinarinnar í verufræðilegar skuldbindingar hinnar, sem er almennari. Ásamt Rudolf Carnap, Hans Reichenbach og Carl Hempel telst hann einn þrautseigasti málsvari rökfræðilegrar raunhyggju. Nagel var einnig ritstjóri tímaritanna Journal of Philosophy (1939-1956) og Journal of Symbolic Logic (1940-1946).
Árið 1958 gaf hann út ásamt James R. Newman bókina Gödel's proof, sem er vinsælt rit um hina frægu grein Gödels. Meðal frægustu og áhrifamestu nemenda Nagels var heimspekingurinn Harry Binswanger.
[breyta] Heimild
- Greinin „Ernest Nagel“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2006.