Eva Perón
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
María Eva Duarte de Perón (7. maí 1919 – 26. júlí 1952) var argentínsk leikkona, söngkona og forsetafrú sem seinni kona Juan Domingo Perón forseta frá 1946 til dauðadags. Hún var gjarnan kölluð Evita. Hún var mjög ástsæl meðal margra Argentínubúa og átti stóran þátt í stjórnmálasigrum eiginmanns síns. Fræðimönnum ber saman um að hún hafi haft meiri áhrif á ríkisstjórn Argentínu en Juan á seinna kjörtímabili hans frá 1952 og verið í reynd valdamesti stjórnmálamaður Argentínu á þeim tíma.